Þýskur verksmiðjueigandi fær óvæntan arf og skyndilega er allt breytt. Hann uppgötvar ánægjuna í einfaldleika lífsins og finnur á endanum ástina. Við sögu kemur amtmaður, sem er persónugervingur íhaldsseminnar, enda er sagan skrifuð sem ádeila á stéttaskiptingu í Þýskalandi á 19. öld.Bókin naut mikilla vinsælda á Íslandi áður fyrr sem hluti af Sögusafni heimilanna.Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.Serían samanstendur af eldri sögum sem eiga það sameiginlegt að hafa verið eftirsóttar til lengri tíma í flokki rómantískra bókmennta. Bækurnar henta einstaklega vel þegar þú vilt gleyma þér í rómantík og ævintýrum gamla tímans.